Hero Image
26 May 2021 - 2 June 2021
Iceland
Nýsköpunarmót 2021

Nýsköpunarmót 2021

Nýsköpunarmót er vettvangur fyrir opinbera aðila og fyrirtæki að tengjast. Opinberir aðilar (stofnanir og sveitarfélög) setja fram áskoranir eða þarfir og óska eftir fjölbreyttum lausnum frá sprotum og fyrirtækjum. Á Nýsköpunarmóti gefst aðilum tækifæri á að skrá inn prófíl sinn og í framhaldinu að bóka stutta vef fundi (Match Making) með öðrum aðilum, ýmist opinberum eða fyrirtækjum. Mikilvægt er að fundarbókanir og fjarfundir fari í gegnum Nýsköpunarmóts síðuna. 

Fyrirtækjum gefst þannig tækifæri á að kynna mögulegar lausnir á áskorunum opinberra aðila með það fyrir augum að kynna sig, fá hugsanleg tækifæri til þróunar og rannsóknaverkefna eða vera hugmynd að nýjum verkefnum sem í framhaldinu færu svo í opinbera innkaupaferla.  

Nýsköpunarmótið er líka staður þar sem þróunarverkefni og rannsóknir á þjónustu geta komist á, við opinbera aðila.

Opinberir aðilar geta nýtt sér nýsköpun á margvíslegan hátt í formlegum innkaupum, útboðum sem eru auglýst sem slík, og einnig í innkaupum undir viðmiðunarfjárhæðum og innkaupum sem eru undanskilin viðmiðunarfjárhæðum. Nýsköpunarmótið er hugsað til að styðja við alla innkaupaferla. Hér má auk þess finna leiðbeiningar til opinberra aðila varðandi opinber nýskapandi innkaup 

Í nýrri innkaupastefnu ríkisins er lögð áhersla á að innkaup séu hagkvæm, vistvæn og nýskapandi. Enda er markmið laga um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og að efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. 

Nýsköpunarmótið verður haldið innan Nýsköpunarvikunnar 26. maí til 2. júní næstkomandi.  

Þátttökugjald er 3.500 kr. Óskað eftir kennitölu greiðanda í skráningu og verður reikningur sendur í heimabanka.

Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið standa fyrir Nýsköpunarmótinu. 

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um áskoranir sem settar voru fram á síðasta Nýsköpunarmóti - ATH. skráð undir Marketplace. 

Hugbúnaðarlausn fyrir eftirlit og löggæslu á hafi.

Við leitum að hugbúnaðarlausn sem miðar að því að auka sjálfvirkni við eftirlit og löggæslu á hafi. Rekstur skipa er sífellt að verða tölvuvæddari, eftirlit sjálfvirkt og tækni í boði sem bíður upp á aukna sjálfvirkni áhættugreining sem byggir gögnum. Með aukinn sjálfvirkni má gera eftirlit og löggæslu hagkvæmari og umhverfisvænni auk þess að tryggja betur með óbeinum hætti öryggi sjófarenda og umhverfis

Öryggisleysi hjá þeim sem búa einir

Margir einstaklingar finna fyrir auknu óöryggi þegar þau missa maka eða búa einir og eru að finna fyrir því að líkamleg færni er að minnka. Óskað er eftir tillögum að lausnum til að auka öryggistilfinningu íbúa með tæknilausnum eða tillögum að breyttu búsetuformi sem gæti ýtt undir meira öryggi. Þá erum við að tala um annað en öryggiskerfi sem þarf að stilla með talnakóða.


Munaskrá - strikamerkingar
Lögreglukerfið er tölvukerfi sem heldur utan um marga þætti starfsemi lögreglu, meðal annars skrá um alla muni sem lögregla leggur hald á, starfa sinnar vegna.
Munaskrá Lögreglukerfisins býr til strikamerki fyrir alla muni sem skráðir eru en við erum að leita að lausn sem gerir okkur kleift að nota strikamerkin þegar verið er að skrá muni á milli geymslustaða. Því miður höfum við ekki fundið neina vöru sem þjónar þeim tilgangi að lesa strikamerki og tímasetningu þegar þau eru skönnuð í eina skrá sem Lögreglukerfið getur síðan nálgast, t.d.þegar starfsmenn munageymslu eru að sækja mikið magn muna í minni munageymslur.
Það sem lögreglan myndi vilja fá er app í farsíma sem vistar númer á innskönnuðum strikamerkjum og tímastimpli, sem er síðan hægt að ná í.
Registration
Closed since 2 June 2021
Location Rafrænt mót þar sem aðilar hittast á vef fundum
Organised by